Skrá um vegabréf og reisupassa
í skjalasafni Bæjarfógetans í Reykjavík
Þessi skrá er byggð á vegabréfum, reisupössum og passabókum sem finna má í skjalasafni Bæjarfógetans í Reykjavík, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands. Gögnin hafa safnmörkin:
ÞÍ. Bæjarfógetinn í Reykjavík. JD/1. Vegabréf. (1802–1870) og
ÞÍ. Bæjarfógetinn í Reykjavík. JD/2. Vegabréf. (1837–1874).
Í skránni má finna allar helstu upplýsingar sem koma fram í þessum skjölum. Þó allar heimildirnar séu samstofna er form þeirra ólíkt. Upplýsingarnar eru dregnar fram og samræmdar þó þær séu ekki úr sama flokki. Hægt er að lesa nánar um ólíka efnisþætti skrárinnar.
Verkefnið var unnið með tilstyrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2019 af Emil Gunnlaugssyni sagnfræðinema. Hluti þess var ritun greinar um þróun vegabréfaútgáfu á Íslandi.