Fyrirlestrar og kynningar

Þjóðskjalasafn stendur fyrir mörgum fundum og ráðstefnum þar sem miðlað er fjölbreyttum fróðleik sem tengist starfi safnsins og þeim gögnum sem safnið varðveitir.
Ætlunin er að fundir og fyrirlestrar verði gerðir aðgengilegir hér á síðunni og þannig verði til gagnabanki með fjölbreyttu efni, sem hægt verður að leita í til framtíðar.

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2020

8. desember 2020.

Dagskrá
  • Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður:
    Ávarp.
  • Gunnar Örn Hannesson fagstjóri:
    Hagsögusafn í tíma og rúmi.
  • Jón Torfi Arason skjalavörður:
    1000 bækur af óljósum uppruna. Hagsögusafn Þjóðskjalasafns Íslands - endurskoðað og endurskráð.
  • Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri:
    Baráttan við gögnin. Um mikilvægi sögulegra gagna fyrir hagfræðinga og alla aðra.

Kynnir: Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri.


Útgáfa fimmta bindis Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771

27. október 2020.

Dagskrá
  • Hrefna Róbertsdóttir: Þremenningarnir í Landsnefndinni. Hugmyndir, úrvinnsla og tillögur.
  • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir: Kostnaður konungs vegna landsnefndarinnar fyrri.
  • Helga Hlín Bjarnadóttir: Húsagi og landsagi í tillögum Þorkels Fjeldsteds að landsagatilskipun.

Kynnir: Unnar Rafn Ingvarsson.


Orðabelgur – Sögulegt hugtakasafn Þjóðskjalasafns Íslands

26. maí 2020.
Orðabelgur formlega opnaður.

Dagskrá
  • Benedikt Jónsson verkefnisstjóri skýrði frá efnisskipan vefjarins.
  • Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður sagði frá heiti safnsins og verkefninu í heild, óskaði Björk til hamingju með verkið og færði henni blóm í tilefni áfangans.

Fullveldi á föstudegi

19. október 2018.
Málþing um kosningar og lýðræði.

Fyrirlesarar
  • Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur.
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur.
  • Unnar Rafn Ingvarsson sagnfræðingur.
Kynnir
  • Njörður Sigurðsson sviðsstjóri í ÞÍ.