Jarðir

Fyrr á öldum var ríkidæmi fólks einkum metið í því hversu góða bújörð viðkomandi átti. Mikið er til af skjölum þar sem lýst er merkjum jarða, gæðum þeirra og möguleikum til búsetu. Þegar þéttbýli fór að myndast var farið að meta fasteignir. Í fasteignamati eignar eru mikilvægar upplýsingar um hana. Hér eru birt gögn sem fjalla annars vegar um landamerki og hins vegar um jarða- og fasteignamat.
Fasteigna- og jarðamat

Myndaðar hafa verið fasteignamatsbækur og jarðamatsbækur frá árunum 1804, 1849 og 1916. Í bókunum má fræðast um jarðir og aðrar fasteignir og lesa lýsingar á þeim og verðmat á hverjum tíma. Skoða fasteigna- og jarðamat.

Landamerkjabækur

Á síðari hluta 19. aldar varð ljóst að nauðsynlegt væri að skrá landamerki jarða á Íslandi. Til eru landamerkjabækur úr öllum sýslum landsins og eru þar skráð landamerki vel flestra jarða á Íslandi. Skoða landamerkjabækur.

Túnakort

Uppdrættir af túnum og matjurtagörðum voru gerðir að forgöngu Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands. Flestir uppdrættirnir voru gerðir á árunum 1916-1920, en þó lauk mælingum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki fyrr en 1927 og 1929. Sumir uppdrættirnir eru hreinustu listaverk en aðrir einfaldir að gerð. Alls hafa 5.526 uppdrættir verið gerðir aðgengilegir hér á vefnum.