Gögn dómsstóla eru með mikilvægustu sögulegu heimildum sem völ er á. Oft má þar finna upplýsingar um einstaklinga og örlög þeirra. Skoða myndir af frumritum dómabóka.
Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns, sem tekur til dómabóka sýslumanna. Dómabókagrunnurinn er þegar orðinn öflugt leitar- og skráningarverkfæri, sem hefur nýst við margvíslegar rannsóknir. Nú (2018) er hægt að leita í grunninum í dómabókum frá 11 sýslum, allt frá Barðastrandasýslu og norður um að Þingeyjarsýslu.
Í skiptabækur eru færðar upplýsingar um dánarbú einstaklinga. Skiptabækurnar eru hluti af skjalasöfnum sýslumanna. Nú (2018) hafa verið myndaðar skiptabækur frá Barðastrandarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu og á næstu misserum munu birtast bækur frá öðrum sýslum. Í skiptabókum má fræðast nákvæmlega um eignir einstaklinga, þegar þeir létust. Elstu skiptabækurnar eru frá því um 1770 og yngstu gögnin eru frá árinu 1922. Skoða skiptabækur.