Gjörðabækur Dansk-íslensku ráðgjafanefndarinnar 1919-1947
Gjörðabækur Dansk-íslensku ráðgjafanefndarinnar 1919-1947. Samkvæmt Sambandslagasamningnum átti nefnd, skipuð þremur mönnum frá Íslandi og þremur frá Íslandi að taka til umfjöllunar öll þau mál sem kæmu fram á þjóðþingum landanna og snertu báðar þjóðirnar. Hér er um að ræða danska hluta nefndarinnar. Gjörðabók íslenska hluta nefndinnar er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands.
Skjöl um Ísland
í danska utanríkisráðuneytinu
Í danska utanríkisráðuneytinu tíðkaðist að safna saman gögnum sem snertu mál einstakra hópa eða ríkja í svokölluð safnmál. Íslandsmál voru í einum slíkum flokki. Hér má sjá margs konar gögn sem tengjast með einum eða öðrum hætti sambandi Íslands og Danmerkur. Danska utanríkisþjónustan gerði sér far um að fylgjast vel með málum, bæði á Íslandi og eins víða um heiminn. Sendifulltrúar Dana sendu heim skýrslur, blaðaúrklippur eða annað, sem þeir töldu að gæti haft þýðingu fyrir dönsk stjórnvöld.
Hér eru birtar myndir úr 11 skjalaöskjum sem snerta allar íslensk málefni á árabilinu frá um 1907-1947.
- 9.D.6. Norsk/íslensk málefni. Myndir 2-176.
- 9.D.6-2. Norsk/íslensk málefni. Myndir 177-261.
- 9.D.7. Ólafur Felixsson blaðamaður. Foredrag I Nordlanderne, Norsk. Myndir 262-286.
- 9.D.10. Helge Wiehe Mag. art. Um íslenska fánann. 1913 Myndir 287-300.
- 9.D.8. Símamálefni. 1910 Merkil. Bréf frá H.Hafstein. Myndir 301-330.
- 9.D.12. Revulution i Island 1913. Myndir 331-336.
- 9.D.13. Skúli Thoroddsen.
- 9.D.15. Íslenski fáninn I. 337-740. M.a. gerð fána og skjaldarmerkis.
- D 18a Danmörk og Ísland. Forhandlinger 1918. Gögnin ná frá um1916-1945. Þýðing á sambandslagafrumvarpinu á ensku. Ýmsir skeyti vegna samningaviðræðna. Myndir 2-191.
- D 18b. Ísland 1.1.1918-30.4.1918. Fjallar um margvíslegt efni frá þessum tíma. M.a. um stóriðnað og virkjanir. Fossafélagið Titan o.fl. Myndir 192-.402.
- D 18b II. Ísland 25.10.1916 til 31.12.1917. Ýmis konar umfjöllun um íslensk málefni. Úrklippur, greinar o.fl. Myndir frá 403-644.