Skjöl frá danska ríkisskjalasafninu

Í danska stjórnkerfinu varð til gríðarlegt magn skjala sem snertu svokölluð Íslands­málefni. Í utan­ríkis­ráðu­neyt­inu danska var gögn­um varð­andi Ísland safnað í sérstakar möppur. Þar kennir ýmissa grasa. Öllu var safnað sem var talið hafa þýðingu varðandi sam­skipti Íslands og Dan­merkur og sér­stak­lega því sem snerti sjálf­stæðis­til­burði Íslend­inga. Þar má nefna lýs­ingar á um­ræð­unni á Íslandi, viðhorfi ein­stakra stjórn­mála­manna, blaða­greinar o.fl. Þessi gögn voru síðan túlkuð af starfs­fólki í dönsku stjórn­sýsl­unni. Nú hefur hluti þessara gagna verið gerður aðgengilegur. Um er að ræða skjalagögn frá árinu 1907-1944. Alls er hér um að ræða 7.736 myndir af skjölum úr 12 skjalaöskjum sem skannaðar voru af Danska ríkisskjalasafninu. Myndirnar voru svo afhentar Þjóð­skjala­safni Íslands í tilefni af 100 ára afmæli full­veldis­ins. Gögn­un­um er raðað í tímaröð þannig að innan hverrar öskju eru yngstu málin fremst en þau elstu aftast.

Gjörðabækur Dansk-íslensku ráðgjafanefndarinnar 1919-1947

Inngangur

Gjörðabækur Dansk-íslensku ráðgjafanefndarinnar 1919-1947. Samkvæmt Sambandslagasamningnum átti nefnd, skipuð þremur mönnum frá Íslandi og þremur frá Íslandi að taka til umfjöllunar öll þau mál sem kæmu fram á þjóðþingum landanna og snertu báðar þjóðirnar. Hér er um að ræða danska hluta nefndarinnar. Gjörðabók íslenska hluta nefndinnar er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands.

Riksarkivet. 1789. Dansk-Islandsk Nævn I

Forhandlingsprotokoller for danske afdeling 1919-1947.

 

Skjöl um Ísland
í danska utanríkisráðuneytinu

Inngangur

Í danska utanríkisráðuneytinu tíðkaðist að safna saman gögnum sem snertu mál einstakra hópa eða ríkja í svokölluð safnmál. Íslandsmál voru í einum slíkum flokki. Hér má sjá margs konar gögn sem tengjast með einum eða öðrum hætti sambandi Íslands og Danmerkur. Danska utanríkisþjónustan gerði sér far um að fylgjast vel með málum, bæði á Íslandi og eins víða um heiminn. Sendifulltrúar Dana sendu heim skýrslur, blaðaúrklippur eða annað, sem þeir töldu að gæti haft þýðingu fyrir dönsk stjórnvöld.

Hér eru birtar myndir úr 11 skjalaöskjum sem snerta allar íslensk málefni á árabilinu frá um 1907-1947.

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-1
  • 9.A.1. Bók Ruud Berlius 1910. Myndir 2-8.
  • 9.A.2. Íslandssaga Boga Melsteð. Myndir 9-18.
  • 9.D.1. Samband Íslands og Danmerkur 1921-1927. Myndir 19-189.
  • 9.D.1. Samband Íslands og Danmerkur 1914-1921. Myndir 190-429.
  • 9.D.1. Samband Íslands og Danmerkur 1908-1913. Myndir 430-590.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-2
  • 9.D.1. Samband Íslands og Danmerkur 1929. Myndir 2-518.
  • 9.D.1. Samband Íslands og Danmerkur 1927-1928. Myndir 519-763.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-3
  • 9.D.1a Samband Íslands og Danmerkur 1937-1947. Myndir 2-140.
  • 9.D.1a Samband Íslands og Danmerkur 1930-1936. Myndir 141-587.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-4
  • 9.D.1 Blaðaúrklippur, greiningar á stjórnmálaviðhorfi o.fl. Myndir 2-210.
  • 9.D.1 Samband Íslands og Danmerkur 1908-1930. Myndir 211-415.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-5
  • 9.D.2. Innri stjórnmál, stjórnarskrá o.fl. Myndir 2-438.
  • 9.D.3. Innri stjórnmál. Myndir 439-861.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-6
  • 9.D.3. Íslensk stjórnmál 1932-1935. Miklu púðri eytt i 50 ára afmæli Jónasar frá Hriflu. Lýsingar á einstökum stjórnmálamönnum o.fl. Myndir 2-410.
  • 9.D.3. Íslensk stjórnmál 1936-1940. Myndir 411-763.
  • 9.D.4. Björn Jónsson ráðherra. Myndir 764-847.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-7
  • 9.D.6. Norsk/íslensk málefni. Myndir 2-176.
  • 9.D.6-2. Norsk/íslensk málefni. Myndir 177-261.
  • 9.D.7. Ólafur Felixsson blaðamaður. Foredrag I Nordlanderne, Norsk. Myndir 262-286.
  • 9.D.10. Helge Wiehe Mag. art. Um íslenska fánann. 1913 Myndir 287-300.
  • 9.D.8. Símamálefni. 1910 Merkil. Bréf frá H.Hafstein. Myndir 301-330.
  • 9.D.12. Revulution i Island 1913. Myndir 331-336.
  • 9.D.13. Skúli Thoroddsen.
  • 9.D.15. Íslenski fáninn I. 337-740. M.a. gerð fána og skjaldarmerkis.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-8
  • 9.D.16. Ráðherrar og ráðherraskipti 1920-1939. Myndir 2-268.
  • D.15. Mest blaðaúrklippur 1913-1914. Myndir 269-489.
  • D.16. Blaðaúrklippur. Myndir 490-515.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-9
  • D 18a Danmörk og Ísland. Forhandlinger 1918. Gögnin ná frá um1916-1945. Þýðing á sambandslagafrumvarpinu á ensku. Ýmsir skeyti vegna samningaviðræðna. Myndir 2-191.
  • D 18b. Ísland 1.1.1918-30.4.1918. Fjallar um margvíslegt efni frá þessum tíma. M.a. um stóriðnað og virkjanir. Fossafélagið Titan o.fl. Myndir 192-.402.
  • D 18b II. Ísland 25.10.1916 til 31.12.1917. Ýmis konar umfjöllun um íslensk málefni. Úrklippur, greinar o.fl. Myndir frá 403-644.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-10
  • Pakki 3 Ísland 31.4.1918 til 14.5.1918. Myndir frá 2-270.
  • Pakki 4 Ísland 16.5.1918 til 31.6.1918. Myndir frá 271-537.
  • Pakki 5 1.6.1918-17.6.1918. Myndir frá 538-790.

 

Riksarkivet. Udenrigsministeriet. Gruppeordnede sager 1909-1945. 9-11
  • Örk 1. 18b. Myndir 2-176. til 1927. Danmark-Island Forhandlinger 1918. Skjöl frá árabilinu 1918. Að mestu tilkynningar til erlendra ríkja um gildistöku sambandslagasamningsins.
  • Örk 2. Pakki 6. 18.6.1918 til 18.7.1918. Myndir frá 177- Myndir.