Myndaðar hafa verið fasteignamatsbækur og jarðamatsbækur frá árunum 1804, 1849 og 1916. Í bókunum má fræðast um jarðir og aðrar fasteignir og lesa lýsingar á þeim og verðmat á hverjum tíma. Skoða fasteigna- og jarðamat.
Á síðari hluta 19. aldar varð ljóst að nauðsynlegt væri að skrá landamerki jarða á Íslandi. Til eru landamerkjabækur úr öllum sýslum landsins og eru þar skráð landamerki vel flestra jarða á Íslandi. Skoða landamerkjabækur.
Uppdrættir af túnum og matjurtagörðum voru gerðir að forgöngu Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands. Flestir uppdrættirnir voru gerðir á árunum 1916-1920, en þó lauk mælingum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki fyrr en 1927 og 1929. Sumir uppdrættirnir eru hreinustu listaverk en aðrir einfaldir að gerð. Alls hafa 5.526 uppdrættir verið gerðir aðgengilegir hér á vefnum.